Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mið 28. ágúst 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfreð: Þjálfarateymið gerir það sem það vill við þær upplýsingar
Icelandair
Orri hefur skorað tvö mörk í átta landsleikjum.
Orri hefur skorað tvö mörk í átta landsleikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas fagnar marki með landsliðinu í fyrra. Hann hefur skorað sex mörk í 24 landsleikjum.
Andri Lucas fagnar marki með landsliðinu í fyrra. Hann hefur skorað sex mörk í 24 landsleikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn er í dag aðalframherji FCK.
Orri Steinn er í dag aðalframherji FCK.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andri Lucas samdi við Gent í Belgíu í sumar.
Andri Lucas samdi við Gent í Belgíu í sumar.
Mynd: Gent
Alfreð Finnbogason ræddi við Fótbolta.net um ákvörðun sína að leggja landsliðsskóna á hilluna. Alfreð kveður landsliðið sem fjórði markahæsti leikmaður í sögu þess, en hann skoraði átján mörk í 73 leikjum.

Eiður Smári Guðjohnsen, Kolbeinn Sigþórsson og sá markahæsti, Gylfi Þór Sigurðsson, eru þeir einu sem hafa skorað fleiri mörk en Alfreð með landsliðinu.

Alfreð nefndi í fyrsta hluta viðtalsins framherjastöðuna, og að staðan á henni sér góð. Orri Steinn Óskarsson og Andri Lucas Guðjohnsen eru öflugir leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér. Orri er fæddur 2004, er að spila vel með FCK í Danmörku og er orðaður við enn stærri félög. Andri er fæddur árið 2002 og var keyptur til Gent í Belgíu í sumar. Alfreð var spurður út í framherjana.

„Það segir sig sjálft á hvað vegferð þeir eru. Þeir voru báðir að klára sitt fyrsta alvöru tímabil þar sem þeir spiluðu stærstan hluta af mínútunum. Þeirra vegferð er í eina átt og það er upp á við. Þeir eru rosalega ólíkir leikmenn. Ég held það sé ákveðin gjöf fyrir okkur Íslendinga að eiga tvo svona unga sentera sem munu væntanlega vera í landsliðinu næstu 10-15 árin. Ég sem senter myndi elska að sjá þá tvo fyrsta á blað frammi og vinna út frá því. Þjálfarateymið gerir svo bara það sem það vill við þær upplýsingar. Mér finnst þeir það ólíkir að ég held að þeir yrðu geggjaðir saman."

„Maður sér bara hvaða lið Orri er orðaður við og á hvaða getustigi hann er að spila þessa stundina. Andri Lucas er svo kominn í geggjaðan klúbb í Belgíu. Hvorugur þeirra var í fyrsta landsliðshópnum hjá Åge í júní í fyrra. Það sýnir hversu ótrúlega fljótt þetta er að gerast í fótbolta. Við erum í ótrúlega góðum málum með þá tvo, hrikalega spennandi,"
segir Alfreð.

Ekkert rétt eða rangt
Alfreð nefnir Orra og félög sem hann er orðaður við. Manchester City, Girona, Real Sociedad, Atalanta, Bologna, Stuttgart, Porto og fleiri félög hafa verið orðuð við kappann í sumar.

Getur þú sagt hvað þú myndir gera í hans sporum?

„Það er ekkert rétt eða rangt í svona ákvörðunum. Það væri örugglega geggjað fyrir hann að vera áfram í FCK, vera þar aðalframherjinn, búinn að vinna fyrir því og byrja tímabilið frábærlega. Hann myndi vonandi skora einhver tuttugu mörk og fara svo sem kóngurinn."

„Á hinn boginn, ef það kemur stór klúbbur með tilboð sem FCK er sátt við, og þú ert kannski að taka næsta skref aðeins áður en þú varst búinn að plana það sjálfur... það er oft erfitt að segja nei í fótbolta. Ef þú endar á því að fara og stendur þig, þá ertu kominn í allra bestu klúbba í heimi."

„Það getur enginn sagt það fyrir fram hvað er rétt eða rangt, og það er í raun og veru ekkert rétt eða rangt. Hann þarf bara að finna það sjálfur hvort hann treysti sér í skrefið strax eða ekki. Svo gerist það sem gerist."

„Þegar hann fer í nýjan klúbb sem eru ákveðnir hlutir sem hann getur vitað fyrir fram, en svo eru hlutir sem þurfa að detta aðeins með þér og þú þarft að vera heppinn; þú þarft að haldast heill, klúbbnum gangi vel, þjálfarinn haldist í starfi. Þú lítur alltaf betur út þegar þú ert í liði sem gengur vel. Það er fullt af hlutum sem þarf að hugsa út í, en það er hægt að fá félagaskipti þar sem allt lítur fullkomið út en það gengur ekki upp, og svo öfugt. Þetta er geggjuð staða til að vera í fyrir hann, og sama hvað gerist, þá verður þetta örugglega frábært tímabil fyrir hann,"
segir Alfreð.
Athugasemdir
banner
banner
banner