Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 29. september 2023 08:10
Fótbolti.net
Upplýsingapakki fyrir úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins
Víðir - KFG
Víðir mætir KFG á Laugardalsvelli.
Víðir mætir KFG á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Laugardalsvelli, í kvöld föstudagskvöldið 29. september. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.

Tryggðu þér miða á tix.is

Miðaverð
Fullorðnir - 2000 krónur
16 ára og yngri - 500 krónur

Lestu um leikinn: Víðir 2 -  1 KFG

Um keppnina:
Bikarkeppni neðri deilda. Keppnin er haldin í fyrsta skipti og geta lið í 2., 3. og 4. deild tekið þátt. 31 félag var skráð í keppnina í ár. Fyrsta umferðin var leikin 21. júní. Spennandi verður að sjá hvaða lið verður fyrsti sigurvegari keppninnar.

Fyrri viðureignir félaganna
Síðast mættust þessi lið 22. júlí í fyrra, í 3. deildinni, og þá enduðu leikar 3-3 í Garðinum. Liðin hafa alls mæst 12 sinnum, fyrst 2011. Víðir er með 6 sigra, KFG 4 sigra og 2 leikir hafa endað með jafntefli.

Leið Víðis í úrslitaleikinn
Víðismenn enduðu í 4. sæti 3. deildarinnar í sumar. Þeir sátu hjá í 1. umferð Fótbolti.net bikarsins en komu inn í 16-liða úrslitum þar sem þeir rúlluðu 5-1 yfir Hvíta Riddarann.

Í 8-liða úrslitum vann Víðir 2-0 sigur gegn Völsungi og svo 2-1 sigur gegn KFK í undanúrslitum á laugardaginn.

Leið KFG í undanúrslitum
Knattspyrnufélag Garðabæjar endaði í 8. sæti 2. deildarinnar í sumar. Liðið rúllaði yfir Sindra 5-1 í 1. umferð Fótbolti.net bikarsins og vann svo 2-0 útisigur gegn grönnum sínum í Augnabliki í 16-liða úrslitum.

KFG mætti svo ÍH í Hafnarfirði í 8-liða úrslitum, sá leikur endaði 2-2 og fór alla leið í vítakeppni þar sem KFG vann 3-2 sigur. Liðið fór austur í undanúrslitum og vann gríðarlega öflugan 1-0 útisigur.

Upphitanir stuðningsmanna:

Víðismenn hittast á Ölveri en þangað eru að sjálfsögðu allir hlutlausir velkomnir að auki til að hita upp fyrir úrslitaleikinn. Víðir stendur fyrir rútuferð sem fer frá Víðishúsinu klukkan 16 á föstudag. Rútan fer á Laugardalsvöll og á Ölver þar sem Joey Drummer rífur stemninguna i gang. Nánar á heimasvæði Víðis á Facebook.

Stuðningsmenn KFG hittast á heimavelli, Dúllubarnum í Garðabæ, undir stúku Samsung vallarins. Upphitun KFG manna á Dúllubarnum hefst klukkan 16:30 á föstudaginn og þar verður hægt að kaupa hina umtöluðu KFG treyju. Rúta fer frá Dúllubarnum og á Laugardalsvöll.

   28.09.2023 07:45
Spáð góðu veðri og jöfnum leik á föstudagskvöld

Dómarateymið:
D: Twana Khalid Ahmed
AD1: Helgi Hrannar Briem
AD2: Rögnvaldur Þ Höskuldsson
4ði: Óli Njáll Ingólfsson

   26.09.2023 15:24
Baldvin Borgars rýnir í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins

Athugasemdir
banner
banner
banner