Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   þri 26. september 2023 15:24
Elvar Geir Magnússon
Baldvin Borgars rýnir í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins
Víðismenn verða á Laugardalsvelli.
Víðismenn verða á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KFG er deild ofar en Víðir.
KFG er deild ofar en Víðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiðin á Laugardalsvöll.
Leiðin á Laugardalsvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir og KFG mætast í úrslitum Fótbolti.net bikarsins á Laugardalsvelli á föstudagskvöld, 29. september klukkan 19:15.

Miðasala hafin á úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins

Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari Ægis og sparkspekingur með meiru, er sérstakur sérfræðingur Fótbolti.net bikarsins og hann skoðar hér sjálfan úrslitaleikinn.



Styrkleikar Víðis eru nokkrir. Þeir eru sterkir á heimavelli sem er góður grasvöllur, svo Laugardalsvöllur er völlur sem gæti hentað þeim betur en mótherjanum, enda æfa og spila Víðismenn á grasi. Liðið er þétt og vel skipulagt af Svenna þjálfara sem er mjög agaður þjálfari. Víðismenn eru með gríðarlega mikil gæði innan liðsins sem geta töfrað fram hluti upp á einsdæmi, sterkir erlendir leikmenn i bland við Tómas Leó, Helga Þór, Bessa Jó, Atla Ottesen, Ara Stein, Aron Frey og Nemanja Latinovic sem allir hafa talsverða reynslu úr sterkari deildum en 3. deild.

Styrkleikar KFG eru auðvitað líka nokkrir. KFG liðið hefur verið gríðarlega sterkt síðustu ár í að liggja djúpt, verjast og keyra upp í skyndisóknir, en með tilkomu Jonna Barðdal og nokkurra ungra og efnilegra drengja úr langbesta 2. flokki landsins hjá Stjörnunni, ber þar að nefna stráka eins og Dag Orra, Guðmund Thor, Sigurð Gunnar og Magnús Pedersen, ásamt auðvitað þeirra gæða leikmanna sem fyrir voru í liðinu eins og Kári Péturs, Jóhann Ólafur, Ólafur Bjarni og svo verð ég að setja smá ást á Tómas Orra þar sem ég hef verið duglegur að bauna á hann í öllum spám hingað til, en hann er algjört akkeri á miðjunni og líflegur karakter á miðjunni sem heldur sínum mönnum á tánum. Þessar breytingar á hópnum hafa gert KFG liðið aðeins öðruvísi en undanfarin ár, þar sem þeir geta stjórnað leikjum með boltann mun betur en áður, Jonni Barðdal verður langbesti maður vallarins enda á hann bara að vera í efstu deild, svo góður er hann. Garðbæingar munu líklegast þurfa að sýna frumkvæði í leiknum enda deild ofar en Víðismenn.

Fylgjast með hjá Víði:
Einar Örn Andrésson, fékk ekki mention hjá mér í upptalningunni áðan enda ekki með reynslu úr sterkari deildum, en þetta er örvfættur, grjótharður hafsent sem er lykilmaður í liði Víðismanna, getur leyst bakvörðinn líka en skrokkur og líkamlegt atgervi gerir þennan 23 ára dreng að öflugum hafsent sem virkar vel í öguðum bolta Svenna þjálfara.

Fylgjast með hjá KFG:
Hér væri auðveldast að setja Jón Arnar Barðdal, en Sigurður Gunnar, ótrúlega yfirvegaður og góður hafsent sem kemur úr þessum 2. flokki Stjörnunnar og hefur styrkt lið KFG mjög mikið í sumar. Öflugur á boltann og stýrir uppspili KFG, vinnur návígin sín og spilar vörn eins og reynslubolti, en er 19 ára gamall, geggjaður spilari.

Spáin:
Ég hugsa að þetta verði mjög spennandi leikur, bæði lið vilja auðvitað sækja titil og verða fyrsta liðið til þess að vinna skemmtilegustu bikarkeppni í heimi. Leikurinn gæti orðið svolítið lokaður í upphafi þar sem bæði lið kunna þá list að verjast og beita skyndisóknum, getubilið milli þessara deilda er alveg merkilega lítið og mörg dæmi sýna það, til dæmis bara Dalvík/Reynir og KFG í ár. Ég sé þetta fara 1-1 í venjulegum leiktíma, gætu alveg komið mörk í framlengingunni þar sem liðin verða orðin þreytt, segjum að þetta endi 2-2 þar og við fáum þennan leik alla leið í vító þar sem KFG klárar þetta og verður fyrsti sigurvegari .net bikarsins!
Hvernig fer Man City - Man Utd á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner