mán 29. mars 2021 21:43
Victor Pálsson
15 útileikmenn leikfærir hjá U21 á miðvikudag
Jón Dagur verður ekki með.
Jón Dagur verður ekki með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verða 15 útileikmenn leikfærir á miðvikudaginn þegar íslenska U21 landsliðið fer í erfiðan leik gegn Frökkum. Einnig eru þrír markverðir í hópnum.

Íslenska liðið mun spila sinn þriðja leik í riðlinum en fyrstu tveir töpuðust gegn Rússlandi og síðar Danmörku.

Íslenski hópurinn verður veikari í mögulega erfiðasta leiknum en liðið missir alls fimm útileikmenn.

Þeir Jón Dagur Þorsteinsson, Willum Þór Willumsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen hafa allir verið kallaðir í A-landsliðshópinn.

A-liðið spilar við Liechtenstein í undankeppni HM á miðvikudaginn og verða þessir leikmenn til taks í þeim leik.

Ísak Óli Ólafsson mun þá einnig missa af leiknum við Frakkland en hann tognaði í 2-0 tapinu gegn Dönum.

Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum og svo 2-0 gegn Dönum og ljóst að verkefnið hefur byrjað ansi brösuglega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner