
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk tíu í einkunn frá tölfræðimiðlinum Sofascore fyrir frammistöðu sína með Íslandi gegn Liechtenstein síðasta sunnudag.
Aron spilaði í miðverði en tókst samt sem áður að skora þrennu og leggja upp eitt mark.
Aron spilaði í miðverði en tókst samt sem áður að skora þrennu og leggja upp eitt mark.
Aron kemst í lið umferðarinnar í undankeppni EM 2024 með þessari frammistöðu sinni.
Aron er í liðinu ásamt Jóni Degi Þorsteinssyni sem átti einnig stórkostlegan leik í sögulegum 7-0 sigri Íslendinga.
Aron fær hæstu einkunn umferðarinnar ásamt Nathan Ake hjá hollenska landsliðinu. Jón Dagur fær þriðju hæstu einkunnina af leikmönnunum sem eru í liðinu.
Liðið er hægt að sjá hér fyrir neðan.
???? | Team of the Week
— Sofascore (@SofascoreINT) March 29, 2023
Round 2 of the #EURO2024 qualifiers wrapped up yesterday, with this our highest-rated XI! ??
It's been quite a few days for defenders, as Nathan Aké and Aron Gunnarsson share our Player of the Week award having both earned a perfect ???? Sofascore rating. ???? pic.twitter.com/owDbIqDokb
Athugasemdir