Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rodrygo og Richarlison blása á sögusagnir: Falsfréttir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Framtíð brasilísku sóknarleikmannanna Rodrygo og Richarlison hefur verið í umræðunni að undanförnu.

Rodrygo er mikilvægur hlekkur í ógnarsterku liði Real Madrid en það verður fyrirsjáanlega minna pláss fyrir hann í byrjunarliðinu eftir að Kylian Mbappé verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins.

Því hefur Brasilíumaðurinn knái verið orðaður við félagsskipti til Liverpool, en hann segir ekkert vera til í þeim fréttum.

„Það hefur aldrei hvarflað að mér að yfirgefa draumaklúbb lífs míns, Real Madrid," sagði Rodrygo þegar hann var spurður út í sögusagnirnar.

Richarlison hefur ekki gengið sérlega vel frá komu sinni til Tottenham en sýndi flotta takta í vor og er staðráðinn í að gera vel á næstu leiktíð.

„Þetta eru falsfréttir. Ég mun ekki flytja frá Englandi í sumar. Ég fer ekki í frí, ég verð í Brasilíu að æfa. Ég þarf að leggja vinnu á mig til að koma mér í sem besta stand fyrir næstu leiktíð."
Athugasemdir
banner
banner