
Steffi Hardy átti góðan leik í vörn Grindavíkur í kvöld. En hún og tvíburasystir hennar Rio Hardy hafa komið með mikin kraft inn í lið Grindavíkur.
Hvernig fannst þér frammistaðan í kvöld?
"Við áttum meira skilið út úr leiknum, við komum út í seinni hálfleikinn og gáfum þeim virkilega góðan leik. Við höfðum fulla trú á þessu, ef við hefðum farið í framlengingu þá hefðum við örugglega unnið þetta".
Fannst þér þið skapa næg tækifæri til að geta skorað mörk?
"Já mér fannst það, við tókum boltann niður og reyndum að spila."
Nánar er rætt við Hardy um vítaspyrnudóminn sem Valur vildi fá og framhaldið í deildinni.
Athugasemdir