Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane Iqbal framlengir við Man Utd
Mynd: Getty Images

Bresk-asíski táningurinn Zidane Iqbal er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Manchester United.


Iqbal er 19 ára sóknartengiliður sem á foreldra frá Pakístan og Írak en er fæddur og uppalinn í Manchester. Hann er eini suður-asíski Bretinn til að hafa spilað fyrir aðallið Man Utd eftir að hafa komið inn af bekknum í Meistaradeildarleik á Old Trafford í desember.

Iqbal þykir afar efnilegur og spilaði sína fyrstu A-landsleiki fyrir Írak á dögunum þrátt fyrir ungan aldur.

Rauðu djöflarnir hafa ekki lokið neinum viðskiptum í byrjun sumargluggans en eru að vinna í því að fá Frenkie de Jong og Christian Eriksen til félagsins. 

Paul Pogba, Nemanja Matic, Juan Mata, Jesse Lingard og Edinson Cavani hafa yfirgefið félagið eftir að samningar þeirra runnu út en engir leikmenn eru komnir inn í staðinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner