Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. júlí 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkir kallar Söru Dögg til baka (Staðfest)
Sara Dögg Ásþórsdóttir.
Sara Dögg Ásþórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir hefur kallað miðjumanninn Söru Dögg Ásþórsdóttur til baka úr láni frá Gróttu

Sara Dögg er á 17. aldursári, en hún hefur komið við sögu í fimm leikjum með Gróttu í Lengjudeildinni í sumar.

Sara er mjög efnileg og hefur þrátt fyrir ungan aldur komið við sögu í 37 keppnisleikjum í meistaraflokki, og í þeim skorað eitt mark. Hún spilaði níu leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fyrra og kom við sögu í einum deildarleik áður en hún fór á láni til Gróttu.

Sara, sem er uppalin í Aftureldingu, á að baki átta leiki með yngri landsliðum Íslands.

Fylkir er á botni Pepsi Max-deildar kvenna. Liðið á leik við topplið Vals á heimavelli á morgun, auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Fótbolti.net er með beina lýsingu frá gluggadeginum en hægt er að nálgast hana hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner