Eins og fjallað var um í dag þá er Fram að ganga frá samningi við hollenska framherjann Djenairo Daniels. Hann hefur æft með Fram að undanförnu en hann er ekki kominn með leikheimild þegar þetta er skrifað.
Framarar vonast til þess að Daniels verði löglegur í næsta leik gegn Fylki á miðvikudagskvöld. Daniels er 22 ára sóknarmaður sem getur leyst það að spila á báðum köntunum og fremst á vellinum. Hann er frekar hávaxinn eða 190 sm á hæð
Framarar vonast til þess að Daniels verði löglegur í næsta leik gegn Fylki á miðvikudagskvöld. Daniels er 22 ára sóknarmaður sem getur leyst það að spila á báðum köntunum og fremst á vellinum. Hann er frekar hávaxinn eða 190 sm á hæð
Lestu um leikinn: Fram 4 - 1 Valur
Hann ólst upp hjá Almere City í Hollandi en var einnig hjá unglingaliðum PSV Eindhoven, Utrecht og Sassuolo. Hann fór árið 2022 til Pacific FC í Kanada og hefur að undanförnu verið hjá Leixoes í Portúgal. Hann lék á sínum tíma með U17 og U18 landsliðum Hollands.
Framarar hafa verið í leit að sóknarmanni þar sem ljóst var að Viktor Bjarki Daðason færi til FCK í sumar, Már Ægisson er á leið til Bandaríkjanna í nám og Jannik Pohl hefur mikið verið meiddur.
„Við erum með einn leikmann hjá okkur sem við vonumst að verði löglegur sem fyrst. Það kemur í ljós á næstu dögum. Við erum að reyna græja alla pappírsvinnu og koma því í gegn," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir sigur gegn Val í gær.
Er þetta byrjunarliðsmaður?
„Já já, við reynum alltaf að styrkja hópinn, sérstaklega þegar þeir koma erlendis frá, þá vill maður að það sé leikmaður sem getur gengið beint inn í liðið. Íslenski markaðurinn er erfiður, yfirleitt þarftu að kaupa þá og þeir kosta mikla peninga. Við erum kannski ekki í þeirri stöðu núna að geta það. Við vonum að við séum að fá góðan leikmann inn. Við getum horft á fullt af vídeóum, og verið sáttir við það sem við sjáum, en við þurfum líka að sjá karakterinn og týpuna," sagði Rúnar.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir