Blaðamaðurinn Sacha Tavolieri, sem fjallar mikið um félagaskipti leikmanna, segir að Alexander Isak sé búinn að ná persónulegu samkomulagi við Liverpool.
Hann segir að sænski sóknarmaðurinn hafi komist að samkomulagi um fimm ára samning við Liverpool.
Hann segir að sænski sóknarmaðurinn hafi komist að samkomulagi um fimm ára samning við Liverpool.
Liverpool á þó eftir að ná samkomulagi við Newcastle um leikmanninn.
Tavolieri segir að Liverpool ætli að bjóða 100 milljónir punda í Isak en hann mun kosta meira en það. Liverpool vonast til að geta landað honum á í kringum 120 milljónir punda sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni í sögu enska boltans.
Isak, sem hefur verið einn besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðastliðin ár, hefur tjáð Newcastle að hann vilji skoða í kringum sig. Hann var ekki hluti af því þegar Newcastle frumsýndi nýjan varabúning í dag.
Athugasemdir