Branthwaite og Nmecha orðaðir við Man Utd - Liverpool hefur trú á framlengingum - Huijsen skotmark Newcastle
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
   fim 29. september 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: Förum svo í fimm úrslitaleiki eftir þennan úrslitaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn verður úrslitaleikur Mjólkurbikarsins á dagskrá þegar ríkjandi meistarar Víkings mæta FH. Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, segir að frábær andi sé í sínu liði fyrir leikinn.

„Þetta leggst bara frábærlega í mig. Það er mikil tilhlökkun í okkur, mikil eftirvænting. Þetta hefur verið erfitt sumar fyrir okkur og frábært að geta boðið upp á þessa upplifun," segir Eiður Smári.

Aðdragandinn að þessum leik hefur verið nokkuð langur enda kemur hann strax eftir landsleikjaglugga. Eiður segir að það hafi hjálpað leikmönnum sem voru að glíma við einhver meiðsi.

„Það hefur verið fínt. Það eykur kannski aðeins eftirvæntinguna og biðina eftir leiknum. Það er gott fyrir nokkra leikmenn sem voru að glíma við smávægileg meiðsli eftir síðasta deildarleik að hafa fengið þennan tíma. Það er útlit fyrir að allir í hópnum verði klárir."

Eiður þekkir úrslitaleiki vel frá leikmannaferlinum en þetta er hans fyrsti úrslitaleikur sem þjálfari.

„Þetta er ný upplifun, ég hef farið í nokkra úrslitaleiki sem leikmaður en aldrei sem þjálfari. Þegar maður er í þessum bransa vill maður skilja eitthvað eftir fyrir félagið sem maður vinnur fyrir," segir Eiður.

Fimm umferðir eru eftir af Bestu deildinni og FH er í fallsæti. Sigur í bikarúrslitunum á laugardag gefur liðinu Evrópusæti og gott veganesti í fimm síðustu umferðir Íslandsmótsins.

„Það yrði risastórt fyrir okkur. Við erum ekki bara að fara í þennan úrslitaleik, við erum svo í kjölfarið að fara í fimm úrslitaleiki. Það væri gott að vera búnir að tryggja eitthvað eftirminnilegt fyrir þá leiki," segir Eiður.
Athugasemdir
banner
banner
banner