Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   fös 29. september 2023 21:14
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolti.net bikarinn: Víðir vann á Laugardalsvelli
Bikarinn fór á loft í stúkunni.
Bikarinn fór á loft í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víðir 2 - 1 KFG
0-1 Ólafur Bjarni Hákonarson ('21)
1-1 Tómas Leó Ásgeirsson ('41 , víti)
2-1 Elís Már Gunnarsson ('88)


Lestu um leikinn: Víðir 2 -  1 KFG

Víðir og KFG áttust við í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins í kvöld og úr varð hörkuviðureign. Liðin fengu að spreyta sig á Laugardalsvelli og voru það Garðbæingar sem tóku forystuna.

Ólafur Bjarni Hákonarson skoraði þá eftir að hafa verið þræddur í gegn af Kára Péturssyni, aðeins rúmri mínútu eftir að Jón Arnar Barðdal komst nálægt því að skora sjálfur fyrir KFG.

KFG komst nálægt því að tvöfalda forystuna áður en Víðismenn fengu dæmda vítaspyrnu og skoraði Tómas Leó Ásgeirsson af vítapunktinum. Dómurinn er umdeildur þar sem sást í endursýningu að það var lítil snerting innan teigs.

Staðan var jöfn í leikhlé og var síðari hálfleikurinn tíðindalítill þar sem liðin skiptust á að fá hálffæri, allt þar til á lokamínútunum þegar Elís Má Gunnarssyni tókst að setja boltann í netið fyrir Víði eftir góða stungusendingu innfyrir vörnina.

Garðbæingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en það tókst ekki og er Víðir því meistari í fyrstu útgáfu Fótbolta.net bikarsins. 

Þetta vekur athygli í ljósi þess að það er heil deild sem skilur á milli KFG og Víðis, þar sem KFG endaði um miðja 2. deild á meðan Víðir var í toppbaráttunni í 3. deild án þess að komast þó upp.


Athugasemdir
banner
banner