PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   mán 29. september 2025 09:50
Kári Snorrason
Ótrúlegt hrun Vestra eftir sigurinn í Mjólkurbikarnum
Vestri hefur fengið eitt stig eftir að hafa hampað Mjólkurbikarnum.
Vestri hefur fengið eitt stig eftir að hafa hampað Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri tapaði 0-5 fyrir ÍBV á Kerecisvellinum í gærdag. Eftir að liðið vann úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Val í ágúst hefur Vestri ekki unnið leik og aðeins uppskorið eitt stig. 


Fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins sat liðið í 5. sæti deildarinnar með 26 stig og í baráttu um að vera í efri hluta tvískiptingarinnar.

Þá hafði Vestri fengið á sig nítján mörk í átján leikjum, fæst allra í deildinni og liðið hafði ekki fengið á sig meira en tvö mörk í einum og sama leiknum.

Í þeim fimm leikjum sem Vestri hefur spilað eftir úrslitaleikinn hefur liðið fengið á sig átján mörk, mest allra í deildinni, og skorað þrjú, lægst allra í deildinni.

Liðið er nú í 10. sæti, aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Vestri á eftir að mæta bæði Aftureldingu og KR, liðunum tveimur fyrir neðan þá.

Leikir Vestra frá sigrinum í Mjólkurbikarnum:


Víkingur R. 4-1 Vestri

Vestri  1-1 KR

KA 4-1  Vestri

Vestri  0-4 ÍA

Vestri  0-5 ÍBV

Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 11 6 10 45 - 49 -4 39
2.    ÍA 27 11 1 15 37 - 50 -13 34
3.    ÍBV 27 9 6 12 34 - 37 -3 33
4.    KR 27 8 7 12 55 - 62 -7 31
5.    Vestri 27 8 5 14 26 - 44 -18 29
6.    Afturelding 27 6 9 12 36 - 46 -10 27
Athugasemdir
banner
banner