Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 20:13
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: PSG hikstar - Hákon í tapliði
Mynd: EPA
Giroud spilaði síðustu 10 mínúturnar í tapinu.
Giroud spilaði síðustu 10 mínúturnar í tapinu.
Mynd: EPA
Evrópumeistarar Paris Saint-Germain eru að hiksta um þessar mundir í frönsku deildinni. Þeir gerðu jafntefli við nýliða Lorient í kvöld og er það þriðja jafnteflið í síðustu fjórum deildarleikjum.

Staðan var markalaus eftir hrikalega bragðdaufan fyrri hálfleik en PSG var sterkari aðilinn eftir leikhlé. Bakvörðurinn öflugi Nuno Mendes skoraði í upphafi síðari hálfleiks en Igor Silva jafnaði tveimur mínútum síðar.

Ógnarsterku liði PSG tókst ekki að finna sigurmarkið í seinni hálfleik svo lokatölur urðu 1-1. PSG er á toppi deildarinnar með 21 stig eftir 10 umferðir.

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í liði Lille gátu komist einu stigi frá PSG með sigri í sínum leik í kvöld en þess í stað töpuðu þeir á útivelli gegn Nice.

Hákon Arnar spilaði fyrstu 85 mínúturnar í 2-0 tapi þar sem Nice fór betur með færin sín. Gestirnir í liði Lille áttu yfir 20 marktilraunir en aðeins 4 þeirra rötuðu á rammann.

Lille og Nice eru því jöfn með 17 stig eftir þessa viðureign.

Marseille og Lyon eiga leiki í kvöld og geta jafnað PSG á stigum í toppsæti deildarinnar.

Lorient 1 - 1 PSG
0-1 Nuno Mendes ('49)
1-1 Igor Silva ('51)

Nice 2 - 0 Lille
1-0 Sofiane Diop ('29, víti)
2-0 Isak Jansson ('87)
Athugasemdir
banner