Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   mið 29. október 2025 20:58
Snæbjört Pálsdóttir
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Eimskip
Thelma Karen Pálmadóttir
Thelma Karen Pálmadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Hin 17 ára gamla, Thelma Karen Pálmadóttir kom inná í sínum fyrsta A-landsliðsleik þegar Ísland sigraði Norður-Írland 3-0 í seinni viðureign þeirra í umspili um sæti í A deild þjóðardeildarinnar. 

Hvernig er tilfinningin eftir leik?

„Hún er bara frábær, bara ég held hún gæti ekki verið betri, bara algjör draumur. Manni hefur dreymt um þetta og þetta er bara frábært augnablik."


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Norður-Írland

„Þetta er allt búið að vera ótrúlega skrítið, gærdagurinn var bara eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævi minni held ég þannig að við erum bara mjög fegnar að fá að spila í dag. Þróttaravöllurinn bara fínasti völlur."

Thelma Karen var valin í fyrsta skiptið í A-landsliðshópinn fyrir þessa tvo leikinn hvernig hafa stelpurnar í liðinu tekið á móti henni?

„Bara frábærlega, þetta er ekkert smá góður hópur og þær hafa allar verið ótrúlega næs og tekið virkilega vel á móti mér. Ég held að það gæti ekki verið auðveldara að komast inn í þennan hóp, þetta er bara topphópur myndi ég segja."

„Þær eru flestar stressaðar um að komast ekki í flugin sín og eitthvað, ég er bara í fríi og þurfti ekki að mæta í skólann í einn dag í viðbót þannig ég var bara glöð sko."

Mikið hefur verið rætt um framtíð Thelmu Karenar og hafa mörg lið erlendis verið áhugasöm er eitthvað sem hún má segja um það?

„Ekkert þannig sko, núna er ég bara að skoða hvað er í boði og hvaða möguleika ég hef og ég þarf bara að skoða hvað er réttast fyrir mig og hvar ég get þróast sem leikmaður. Þetta mun bara koma í ljós."


Athugasemdir
banner
banner