Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Enski deildabikarinn: Newcastle sló Tottenham út
Woltemade er kominn með 6 mörk í 11 leikjum með Newcastle.
Woltemade er kominn með 6 mörk í 11 leikjum með Newcastle.
Mynd: Newcastle
Newcastle 2 - 0 Tottenham
1-0 Fabian Schar ('24 )
2-0 Nick Woltemade ('50 )

Síðasta leik kvöldsins í enska deildabikarnum var að ljúka þar sem Newcastle United tók á móti Tottenham Hotspur í spennandi slag.

Heimamenn í Newcastle tóku forystuna í fyrri hálfleik með marki frá markheppna varnarmanninum Fabian Schär, sem stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu Sandro Tonali.

Í upphafi síðari hálfleik tvöfaldaði Nick Woltemade forystuna eftir að Newcastle vann boltann hátt uppi á vellinum. Joe Willock átti laglega fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á Woltemade sem skoraði í autt mark eftir að Antonín Kinský fór í skógarferð.

Tottenham tókst ekki að minnka muninn svo lokatölur urðu 2-0. Bæði lið mættu með sterk byrjunarlið til leiks eftir að hafa gert nokkrar breytingar frá helgarleikjunum.

Newcastle verðskuldaði sigurinn þar sem heimamenn nýttu þau færi sem gáfust betur heldur en gestirnir.

Newcastle er ríkjandi deildabikarmeistari eftir sigur í úrslitaleiknum gegn Liverpool síðasta vor.
Athugasemdir