Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paquetá er lykilmaður í liði West Ham United sem hefur farið herfilega af stað á nýju úrvalsdeildartímabili.
Hann hefur verið orðaður við ýmis stórlið á Englandi og víðar og greindi The Times frá því á dögunum að leikmaðurinn vilji yfirgefa Hamrana strax í janúar.
Fjölmargir aðrir miðlar hafa apað þessar fregnir upp eftir Times svo leikmaðurinn sjálfur ákvað að svara með myndbirtingu á samfélagsmiðlinum X.
Paquetá birti mynd af sér með tveimur sonum sínum skælbrosandi og í West Ham treyjum á London Stadium, heimavelli félagsins.
???? pic.twitter.com/5ZZQRTYlvV
— Lucas Paquetá (@LucasPaqueta97) October 28, 2025
Athugasemdir



