Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 29. október 2025 21:40
Snæbjört Pálsdóttir
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Eimskip
Hlín Eiríksdóttir skoraði í leiknum í kvöld
Hlín Eiríksdóttir skoraði í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Hlín Eiríksdóttir átti annað mark Íslands í 3-0 sigri þeirra á Norður-Írlandi í kvöld í seinni viðureign þeirra í umspilinu um sæti í A-deild Þjóðardeildarinnar

Aðspurð um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Hlín Eiríksdóttir 

„Bara gleði og hamingja, við náðum markmiðum okkar úr þessum glugga sem var að vinna þessa tvo leiki og halda sætinu okkar í A-deildinni. Það tókst og við spiluðum að mörgu leyti vel í dag, þannig að ég er bara sátt."


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Norður-Írland

„Við náðum að setja upp innkast eins og við erum búnar að æfa, þetta var beint af æfingasvæðinu eiginlega. Náðum flikkinu á fyrsta boltann og hann lenti hjá mér seinni boltinn og ég náði að skila honum í netið sem var mjög gott."

Nokkrir ungir leikmenn hafa verið að koma inn í hópinn hvernig er það?

„Geggjað, þær eru mjög fljótar að aðlagast og komast inn í hópinn, algjörlega ófeimnar innan og utan vallar. Eru bara að styrkja hópinn mjög mikið þannig bara jákvætt."

Veðrið setti ansi stórt strik í reikninginn og þurfti að fresta leiknum hvernig hélt hópurinn sig saman og hélt fókus?

„Við kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu en nei það var ekkert mál þannig séð fyrir okkur. Við einbeitum okkur að því sem við getum stjórnað, veðrið er svo sannarlega ekki eitt af því."

„Ég myndi nú segja að hópurinn hafi verið ansi þéttur fyrir en þetta veikir allavega ekki hópinn að fá einn aukadag saman. Held að ég tali fyrir okkur allar 23 í þessum hóp að það er bara ógeðslega gaman að vera saman og við kvörtum ekki yfir neinum aukadegi."

Frestunin hafði töluverð áhrif á leikmenn og voru margar sem þurftu að fresta flugum sínum út, hefur það áhrif á Hlín og hennar félagslið?

„Ég mæti einum degi seinni tilbaka í mitt félagslið og auðvitað stjórna ég því ekki hvernig þjálfararnir þar bregðast við því, það verður að koma í ljós en vonandi ekki."


Athugasemdir
banner