Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hún fór ísköld á vítapunktinn, sendi Jacqueline Burns, markmann Norður-Írlands í vitlaust horn og smellti boltanum í netið
Hvernig er tilfinningin eftir leik?
„Ógeðslega góð, markmið okkar var að vinna þessa leiki og komast áfram og halda okkur í A deild og við gerðum það. Svo bara geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark."
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 0 Norður-Írland
„Þegar ég fæ boltann og veit að ég sé að fara taka vítið þá fer maður smá svona inn í sinn eigin heim og trúir bara á sjálfan sig. Ég var bara svo ánægð að geta afgreitt með marki."
Veðrið setti ansi mikið strik í reikninginn hvernig fannst Emilíu hópurinn bregðast við því?
„Við þekkjum öll Ísland og hvað veðrið getur verið og við getum nottlega ekki stjórnað því. Við vorum eiginlega bara með langan biðdag í gær að bíða eftir svörum og mér fannst við taka því bara mjög vel. Hvað sem kom úr fundum og lausnum þá vorum við tilbúnar í það og mér fannst við sýna það í dag."
„Maður fær alveg öðruvísi tilfinningu að vera nærri áhorfendum og þótt að það komu kannski ekki jafn margir og hefðu á Laugardalsvellinum þá fundum við bara ógeðslega vel fyrir þeirri góðu stemmningu hjá þeim sem mættu gáfu okkur og það hjálpaði bara heilmikið."
























