Yngri bróðir Mario Götze sá rautt
Fjórum fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í þýska bikarnum þar sem Bayer Leverkusen var ekki langt frá því að detta úr leik gegn B-deildarliði Paderborn.
Staðan var markalaus þegar Felix Götze, yngri bróðir Mario Götze, fékk að líta beint rautt spjald á 58. mínútu. Álex Grimaldo tók forystuna fyrir Leverkusen skömmu síðar en lærlingum Kasper Hjulmand tókst ekki að landa sigri í venjulegum leiktíma.
Paderborn hafði verið betra liðið á vellinum fram að rauða spjaldinu og tókst að jafna metin undir lok venjulegs leiktíma þrátt fyrir að vera einum færri.
Þegar í framlengingu var komið tóku heimamenn í Paderborn forystuna en gleðin varði ekki lengi því gestirnir skiptu um gír eftir þetta og tóku að sækja stíft.
Sóknarþunginn skilaði sér með jöfnunarmarki frá Jarell Quansah, fyrrum leikmanni Liverpool, og tveimur mörkum í uppbótartíma.
Tíu leikmenn Paderborn voru örfáum sekúndum frá vítaspyrnukeppni þegar Ibrahim Maza og Aleix García skoruðu með stuttu millibili til að tryggja sigur fyrir Leverkusen. Lokatölur 2-4.
Stuttgart sló Mainz úr leik í efstudeildarslag á meðan Magdeburg og Kaiserslautern komust áfram. Kaiserslautern sló Greuther Fürth úr leik en Brynjar Ingi Bjarnason var ekki í hóp hjá Greuther.
Fyrrum úrvalsdeildarleikmennirnir Deniz Undav og Bilal El-Khannouss lögðu upp mörkin í sigri Stuttgart.
Paderborn 2 - 4 Leverkusen
0-1 Alex Grimaldo ('60 )
1-1 Stefano Marino ('90 )
2-1 Sven Michel ('96 )
2-2 Jarell Quansah ('106 )
2-3 Aleix Garcia ('122 )
2-4 Ibrahim Maza ('124 )
Rautt spjald: Felix Götze, Paderborn ('58)
Mainz 0 - 2 Stuttgart
0-1 Luca Jaquez ('6 )
0-2 Atakan Karazor ('73 )
Greuther Furth 0 - 1 Kaiserslautern
0-1 Naatan Skytta ('12 )
Rautt spjald: Omar Sillah, Greuther Furth ('90)
Illertissen 0 - 3 Magdeburg
0-1 Maximilian Breunig ('11 )
0-2 Marcus Mathisen ('31 )
0-2 Maximilian Breunig ('31 , Misnotað víti)
0-3 Noah Pesch ('84 )
Athugasemdir



