Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Brambilla stýrði Juve til sigurs - Dovbyk skoraði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Juventus, Roma og Como unnu heimaleiki sína sem var að ljúka í efstu deild ítalska boltans.

Juventus tók á móti Udinese undir stjórn Massimo Brambilla sem þjálfar liðið þar til Luciano Spalletti tekur við á næstu dögum.

Juve var án sigurs í átta leikjum í röð þegar Igor Tudor var rekinn úr þjálfarastólnum, en liðinu tókst að sigra undir stjórn Brambilla gegn Udinese í dag.

Brambilla breytti um leikkerfi og var Juve talsvert sterkari aðilinn á heimavelli. Dusan Vlahovic skoraði úr vítaspyrnu snemma leiks en Nicoló Zaniolo jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Heimamenn í liði Juve voru betra liðið í fyrri hálfleik en þeir skiptu um gír eftir leikhlé og tóku forystuna á ný með marki frá Federico Gatti í kjölfar hornspyrnu.

Þeir héldu forystunni þar til í uppbótartíma þegar önnur vítaspyrna var dæmd og í þetta skiptið steig Kenan Yildiz á vítapunktinn og skoraði. Lokatölur 3-1 fyrir Juve sem er með 15 stig eftir 9 umferðir. Udinese situr eftir með 12 stig.

Roma hafði þá betur gegn Parma en staðan var markalaus eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem mark Matías Soulé var dæmt af vegna rangstöðu.

Mario Hermoso tók forystuna fyrir Roma með skalla eftir hornspyrnu Paulo Dybala og tvöfaldaði Artem Dovbyk muninn eftir að hafa komið inn af bekknum.

Gestirnir minnkuðu muninn með marki frá Alessandro Circati á lokamínútunum en komust ekki nær, svo lokatölur urðu 2-1 fyrir Roma. Lærlingar Gian Piero Gasperini deila toppsæti deildarinnar með Napoli, þar sem bæði lið eiga 21 stig eftir 9 umferðir.

Að lokum vann Como á heimavelli gegn Verona. Lokatölur urðu 3-1 eftir fjörugan slag.

Como er í 4. sæti með 16 stig eftir þennan sigur, fimm stigum á eftir toppliðunum.

Juventus 3 - 1 Udinese
1-0 Dusan Vlahovic ('5 , víti)
1-1 Nicolo Zaniolo ('45+1)
2-1 Federico Gatti ('67 )
3-1 Kenan Yildiz ('96, víti)

Roma 2 - 1 Parma
1-0 Mario Hermoso ('63 )
2-0 Artem Dovbyk ('81 )
2-1 Alessandro Circati ('86 )

Como 3 - 1 Verona
1-0 Anastasios Douvikas ('9 )
1-1 Suat Serdar ('25 )
2-1 Stefan Posch ('62 )
3-1 Mergim Vojvoda ('90 )
Athugasemdir
banner