Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   sun 29. desember 2019 11:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Moyes líklegastur til að taka við West Ham - „Yrði áhugaverð ráðning"
David Moyes stýrði West Ham frá nóvember 2017 til maí 2018.
David Moyes stýrði West Ham frá nóvember 2017 til maí 2018.
Mynd: Getty Images
West Ham er stjóralaust sem stendur eftir að Manuel Pellegrini var rekinn frá félaginu í gær eftir tap á heimavelli gegn Leicester.

Sky Sports greindi frá því í gærkvöldi að David Moyes væri líklegastur til að taka við West Ham. Moyes stýrði West Ham frá nóvember 2017 og út tímabilið, eftir það tók Manuel Pellegrini við sem eins og fyrr segir var rekinn í gær.

Robert Green, fyrrum leikmaður West Ham segir að það yrði mjög áhugaverð ráðning ef Moyes tæki aftur við West Ham.

„Það væri mjög áhugavert ef West Ham myndi velja Moyes aftur, hann er ekkert í ósvipaðri stöðu og Nigel Pearson, hann vill sanna sig að nýju."

„Hann hefur lent í erfiðleikum í síðustu störfum sem hann hefur verið í, hann gæti komið inn í þetta núna með nýjar hugmyndir. Kannski verður þetta tímabundin ráðning út tímabilið, svo ef hann gerir vel fær hann starfið," sagði Green.
Athugasemdir
banner
banner