Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 30. janúar 2023 10:28
Elvar Geir Magnússon
Howe: Hefði viljað halda Jonjo en verðum að virða hans óskir
Jonjo Shelvey.
Jonjo Shelvey.
Mynd: EPA
Jonjo Shelvey gekkst undir læknisskoðun hjá Nottingham Forest í morgun en hann mun gera tveggja og hálfs árs samning við Forest.

Þessi þrítugi miðjumaður átti aðeins fimm mánuði af samningi sínum við Newcastle. Sky Sports segir að ákvörðunin hafi verið erfið fyrir leikmanninn en fjárhagslegt öryggi hafi haft úrslitakosti.

„Jonjo hefur verið mikilvægur leikmaður fyrir þetta félag síðustu sjö ár. Hann hefur verið mikilvægur í hópnum síðan ég tók við. Því miður hefur hann verið í meiðslavandræðum," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.

„Það er klárt mál að ég hefði viljað halda honum en ég þarf að skilja óskir leikmannsins, þar sem samningur hans við okkur lýkur í sumar. Við töldum rétt að leyfa honum að fara, þó ég hefði klárlega viljað hafa hann áfram af fótboltalegum ástæðum."

Newcastle er þunnskipað á miðsvæðinu og ætlar að reyna að fá inn miðjumann í stað Shelvey.

„Sjáum hvað við getum gert á markaðnum. Það er ekkert öruggt. Það er erfitt að kaupa inn nýjan mann en við skulum sjá hvort möguleiki sé að fá leikmann lánaðan. Það verður að vera réttur leikmaður, við tökum ekki bara einhvern inn," segir Howe.

Howe var einnig spurður út í möguleika á því að Allan Saint-Maximin yrði seldur en hann segir það klárt að hann fari ekki, hann sé mikilvægt púsl í liðinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner