Breiðablik og Fylkir voru síðustu liðin til að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Fylkir sótti Þrótt R. heim í Laugardalinn og kláruðu Fylkismenn þann leik í fyrri hálfleiknum. Ásgeir Eyþórsson skoraði fyrsta markið fimmtu mínútu og skoraði Geoffrey Castillion annað markið á 14. mínútu.
Valdimar Þór Ingimundarson gerði svo þriðja markið fyrir leikhlé. „Fylkismenn ráða ferðinni frá A-Ö," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Undir lok leiksins minnkaði Rafael Victor muninn fyrir Þrótt, en það var of lítið, of seint. Lokatölur 3-1 fyrir Fylki sem fer áfram í bikarnum ásamt Breiðabliki.
Þægilegt í Kópavogsslagnum
Kópavogur er grænn. Eftir slakan leik gegn HK fyrr á tímabilinu mætti Breiðablik af krafti á Kópavogsvöll þegar liðin mættust í kvöld.
Kwame Quee kom inn í byrjunarlið Blika og hann skoraði fyrsta markið eftir aðeins þrjár mínútur. Hann fékk frían skalla á teignum og nýtti sér það.
1-0 eftir tvær mínútur Kwame Quee með skalla #liðfólksins #fotboltinet
— HK (@HK_Kopavogur) May 30, 2019
Staðan var aðeins 1-0 í hálfleik og voru HK-ingar í raun og veru heppnir að munurinn var ekki meiri. Munurinn varð meiri á 52. mínútu þegar Guðjón Pétur Lýðsson skoraði með skoti sem fór af varnarmanni og inn.
Höskuldur Gunnlaugsson gerði þriðja mark Blika á 59. mínútu áður en Björn Berg Bryde minnkaði muninn fyrir HK.
Rauða og hvíta Kópavogsliðið komst hins vegar ekki lengra og lokatölur því 3-1 fyrir Breiðablik sem mun taka þátt í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Blikar fóru alla leið í úrslit í fyrra en töpuðu þar í vítaspyrnukeppni fyrir Stjörnunni.
Þróttur R. 1 - 3 Fylkir
0-1 Ásgeir Eyþórsson ('5 )
0-2 Geoffrey Wynton Mandelano Castillion ('14 )
0-3 Valdimar Þór Ingimundarson ('45 )
1-3 Rafael Alexandre Romao Victor ('86 )
Lestu nánar um leikinn
Breiðablik 3 - 1 HK
1-0 Kwame Quee ('3 )
2-0 Guðjón Pétur Lýðsson ('52 )
3-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('59 )
3-1 Björn Berg Bryde ('68 )
Lestu nánar um leikinn
Sjá einnig:
Mjólkurbikarinn: KR kláraði Völsung undir lokin
Mjólkurbikarinn: FH fyrsta liðið til að vinna ÍA
Athugasemdir