Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
banner
   þri 30. maí 2023 19:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rummenigge ráðinn til Bayern
Mynd: Getty Images

Karl-Heinz Rummenigge er tekinn aftur til starfa hjá Bayern Munchen.


Mikið hefur gengið á hjá Bayern eftir vonbrigðartímabil en Oliver Kahn og Hasan Salihamidzic, fyrrum stjórnarmenn félagsins voru látnir fara strax eftir tímabilið.

Kahn tók við af Rummenigge árið 2002 sem framkvæmdarstjóri félagsins.

Rumenigge á sér langa sögu hjá Bayern en hann lék með liðinu frá 1974-1984. Hann lék 422 leiki og skoraði 217 mörk.

Árið 1991 varð hann varaforseti félagsins og árið 2002 tók hann við sem framkvæmdarstjóri. Hann gengdi því starfi allt til árins 2021 þegar Kahn tók við.


Athugasemdir
banner
banner