Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Gunnar Heiðar: Við héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Eiginlega meira svekktur með hvað það kom smá óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
   fim 30. maí 2024 21:07
Haraldur Örn Haraldsson
Með sjálfstraustið í botni - „Gott að skora og vinna þá gleymist allt hitt"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jónatan Ingi Jónsson leikmaður Vals var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Stjörnuna 5-1 á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 Stjarnan

„Það er bara geggjað, sérstaklega kannski í ljósi fyrri leiksins sem við vorum ennþá pirraðir yfir þar sem við fáum rautt spjald og töpuðum á útivelli. Svo í síðasta leik gerum við jafntefli sem við vorum ekki sáttir með þannig að bara mjög gott að svara því í dag með 5-1 sigri. Bara mjög sterkt."

Jónatan er núna búinn að skora í fjórum leikjum í röð og sjálfstraustið virðist vera í botni.

„Ég myndi segja það, það er bara gott að skora og gott að vinna. Þá gleymist allt hitt."

Jónatan spilaði á miðjunni í dag en hann er að upplagi kantmaður. Hann segist líka ágætlega við þessa stöðubreytingu.

„Við erum náttúrulega með tvo bestu miðjumenn landsins sem eru ekki í liðinu í dag. Þá get ég leyst þetta, ég get leyst kantinn og vinstri bakvörð. Bara þar sem hann setur mig reyni ég að leysa með bestu getu og það hefur gengið vel í sumar."

Í fjarveru Arons Jóhannssonar og Gylfa Sig, spilaði Jónatan með Kristni Frey inn á miðjunni. 

„Hann (Kristinn) er náttúrulega bara geggjaður leikmaður, einn sá besti og þvílík reynsla. Gott fyrir mig að læra af svona gæjum. Það er bara mjög gott og ég vona bara að ég fái að halda því áfram."

Að lokum var hann spurður að markmiðum fyrir sumarið og svarið var einfalt.

„Vinna deildina"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner