Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 30. júní 2020 10:49
Magnús Már Einarsson
Helgi Valur fjórbrotinn - Ferlinum líklega lokið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Valur Daníelsson, miðjumaður Fylkis, meiddist mjög illa í 2-0 sigri liðsins á Gróttu í Pepsi Max-deildinni í gær. Líklegt er að þetta hafi verið síðasti leikur Helga Vals á ferlinum.

„Ég er fjór­brot­inn, semsagt tvö­falt brot á báðum bein­um og al­veg í sund­ur. Ég er samt sem áður furðugóður miðað við allt sam­an og vil núna bara drífa þessa aðgerð af og klára þetta," sagði Helgi Valur við mbl.is í dag.

Helgi Valur verður 39 ár gamall í næsta mánuði og reiknar með að skórnir séu á leið upp á hillu.

„Það er mikl­ar lík­ur á því að þetta hafi verið síðasti leik­ur­inn já. Ég er ekki að svekkja mig of mikið á þessu núna. Ég hef sloppið vel frá meiðslum yfir fer­il­inn þannig að kannski átti maður þetta bara hálfpart­inn inni,“ bætti Helgi Val­ur létt­ur við í sam­tali við mbl.is.

Helgi Valur á langan feril að baki en hann spilaði erlendis með Peter­borough United, Öster, Elfs­borg, Hansa Rostock, AIK, Belen­ens­es og AGF áður en hann hætti í fótbolta árið 2015. Helgi Valur tók skóna aftur af hillunni árið 2018 og var að byrja þriðja tímabilið í röð með uppeldisfélagi sínu Fylki. Helgi Valur spilaði einnig 33 landsleiki með íslenska landsliðinu á ferli sínum.

Helgi er þriðji reyndi leikmaðurinn í Pepsi Max-deildinni sem meiðist alvarlega á síðustu viku en Hallgrímur Jónasson, varnarmaður KA, og Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, slitu báðir krossband í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner