„Það voru mjög erfiðar aðstæður, alveg hífandi rok en góður hiti. Aðstæðurnar stjórnuðu svolítið leiknum, sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss eftir markalaust jafntefli við Tindastól í Pepsi Max-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Tindastóll 0 - 0 Selfoss
„Við fengum stig út úr þessum leik sem við verðum að vera sáttar með þrátt fyrir að við vorum betra liðið að mínu mati og áttum að fá meira út úr þessu."
Selfoss liðið hefur verið að fá mörg mörk á sig í síðustu leikjum en hélt hreinu í dag. Breytti hann einhverju?
„Við héldum boltanum betur en við höfum gert áður á móti vel skipulögðu liði Tindastóls. Það er verið að gera vel hérna á Sauðárkróki og þetta er ekkert walk in the park lið, alls ekki. Þó það hafi ekki verið mikil stigasöfnun hjá þeim gerum við okkur grein fyrir að við þurfum að eiga góðan leik til að vinna þær en það hafðist ekki."
Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir