„Þetta var ánægjulegt, við töluðum um að byrja leikinn af krafti og maður getur varla beðið um meira heldur en mark."
Sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir 1-0 sigur sinna mann gegn Fjölni.
Sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir 1-0 sigur sinna mann gegn Fjölni.
Lestu um leikinn: FH 1 - 0 Fjölnir
„Mér fannst Fjölnisliðið taka þetta yfir eftir markið og fóru að dæla boltum á okkur. Við vorum ekki alveg nógu brútal í varnarleiknum og það þurfti að skerpa á því í hálfleik."
Óli gerði fjórar breytingar á liðinu frá leiknum gegn Hapoel og lykilmenn voru hvíldir.
„Atli og Brandur fengu högg úti og ég vildi hvíla þá. Gumma ætlaði ég að hvíla en vegna veikinda Péturs þurfti hann að koma inn. Það þurfti aðeins að dreifa álaginu og það er ánægjulegt að ná að gera það og fá þrjú stig."
FH náðu með sigrinum að halda í við KR sem halda fast í fjórða sætið.
„Við vorum fyrir þennan leik komnir svolítið út í horn í deildinni. Nú tekur við Evrópuverkefni og svo ætlum við okkur að halda áfram að safna stigum. Við ætlum okkur að vera í toppbaráttu og við þurfum að spýta í lófana."
Á fimmtudaginn spilar liðið seinni leikinn gegn Hapoel eftir sterkt 1-1 jafntefli á útivelli. Hvernig metur Óli möguleikana á heimavelli?
„Ef við höldum hreinu erum við í góðum málum. Þetta er gott fótboltalið, góðir að spila boltanum og skipulgaðir. Úrslitin úti voru frábær og við erum svekktir með að hafa ekki haldið 1-0 en útivallarmark er frábært."
Sagði Óli Kristjáns en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir