Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 30. júlí 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Bikarúrslit á laugardag - Engin bikaraafhending
Arsenal og Chelsea mætast í úrslitum enska bikarsins á Wembley klukkan 16:30 á laugardag.

Engir áhorfendur verða á leiknum vegna kórónuveirunnar.

Eftir leik verður heldur ekki bikaraafhending í stúkunni eins og venjan er eftir bikarúrslitaleiki.

Sigurliðið fær bikarinn úti á vellinum sjálfum til að minnka líkurnar á kórónuveirusmiti.

Úrslitaleikurinn í ár er tileinkaður baráttu um andlega líðan og verða ýmsir viðburðir því tengdir í sjónvarpsútsendingu fyrir leikinn.
Athugasemdir
banner