Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 30. júlí 2023 14:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnór Borg á leið í FH
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Arnór Borg Guðjohnsen er á leið til FH samkvæmt heimildum Fótbolta.net.


Arnór hefur verið varamaður í toppliði Víkings í Bestu deildinni en hann hefur byrjað tvo leiki og komið tólf sinnum inn á sem varamaður.

Hann er sagður í leit af fleiri mínútum og það kom fram í Innkastinu á dögunum að hann gæti farið á lán frá Víkingum. Samkvæmt heimildum er um að ræða lánssamning við FH.

Arnór er 22 ára og kom til Víkings frá Fylki eftir tímabilið 2021. Hjá Víkingi hefur hann skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í 28 deildar- og bikarleikjum.


Athugasemdir
banner