Yoane Wissa, leikmaður Brentford á Englandi, á að mæta til æfinga hjá félaginu á morgun, en mun hins vegar neita að æfa með hópnum. Fréttastofa Sky Sports greinir frá.
Wissa er óánægður í herbúðum Brentford og þá helst vonsvikinn með vinnubrögð stjórnarinnar sem vill ekki selja hann í glugganum.
Brentford hefur þegar misst Christian Norgaard og Bryan Mbeumo, sem spiluðu stóra rullu í liðinu og vill félagið ekki leyfa öðrum lykilmanni að fara.
Sky Sports segir að Brentford eigi að mæta til æfinga á morgun og ef ekki verður hann sektaður. Kongómaðurinn ætlar að mæta, en mun hins vegar neita því að æfa með hópnum.
Wissa yfirgaf æfingabúðir Brentford í Portúgal til þess að ræða við stjórnina um framtíð sína. Félagið hefur þegar hafnað 25 milljóna punda tilboði frá Newcastle United, sem er að gefast upp á að eltast við leikmanninn.
Samkvæmt Sky þá heldur Wissa í vonina um að Newcastle haldi áfram að reyna.
Newcastle er sagt hafa mikinn áhuga á honum en að það muni skoða önnur skotmörk. Félagið er hins vegar opið fyrir því að fara í viðræður ef afstaða Brentford breytist.
Athugasemdir