Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
banner
   fös 29. ágúst 2025 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Hlynur skaut Þrótti á toppinn - ÍR með kærkominn sigur
Lengjudeildin
Hlynur Þórhallsson
Hlynur Þórhallsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oumar Diouck
Oumar Diouck
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum er lokið í 20. umferð Lengjudeildarinnar. Þróttur er komið á toppinn í bili að minnsta kosti, Njarðvík vann mikilvægan sigur gegn Leikni og ÍR vann kærkominn sigur.

Þróttur vann nauman sigur á botnliði Fjölnis. Árni Steinn Sigursteinsson kom Fjölni yfir en Liiam Daði Jeffs jafnaði metin. Það var síðan Hlynur Þórhallsson sem tryggði Þrótti sigur með marki þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma.

Oumar Diouck kom Njarðvík yfir eftir fyrirjgöf frá Ali Basem Almosawe. Hann bætti öðru markiu við snemma í seinni hálfleik með skoti í fjærhornið.

Það var síðan Valdimar Jóhannsson sem innsiglaði sigurinn eftir harða sókn að marki Leiknis. Adam Örn Arnarson náði að klóra í bakkann fyrir Leikni en nær komust þeir ekki. Leiknismenn spiluðu síðustu mínúturnar manni færri eftir að Nemanja Pjevic fékk að líta rauða spjaldið. Njarðvík hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld.

Bergvin Fannar Helgason kom ÍR á bragðið gegn Keflavík. Kristján Atli Marteinsson bætti öðru markinu við en stuttu síðar minnkaði Stefan Ljubicic muninn. Axel Ingi Jóhannesson varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan orðin 3-1 fyrir ÍR þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum.

Eiður Orri Ragnarsson minnkaði muninn aftur fyrir Keflavík en Bergvin innsiglaði sigur ÍR þegar hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark ÍR. ÍR hafði aðeins nælt í tvö stig úr síðustu fjórum leikjum fyrir leikinn í kvöld.

Þróttur er komið á toppinn í bili að minnsta kosti. Liðið er með 41 stig, stigi á undan Njarðvík og tveimur stigum á undan Þór sem á leik til góða gegn Selfossi á morgun. Fjölnir er á botninum með 15 stig. ÍR er með 37 stig í 4. sæti en Keflavík er í 6. sæti með 31 stig. Leiknir er í 10. sæti með 17 stig.

Njarðvík 3 - 1 Leiknir R.
1-0 Oumar Diouck ('32 )
2-0 Oumar Diouck ('53 )
3-0 Valdimar Jóhannsson ('80 )
3-1 Adam Örn Arnarson ('84 )
Rautt spjald: Nemanja Pjevic, Leiknir R. ('89)
Lestu um leikinn

Fjölnir 1 - 2 Þróttur R.
1-0 Árni Steinn Sigursteinsson ('32 )
1-1 Liam Daði Jeffs ('50 )
1-2 Hlynur Þórhallsson ('82 )
Lestu um leikinn

ÍR 4 - 2 Keflavík
1-0 Bergvin Fannar Helgason ('24 )
2-0 Kristján Atli Marteinsson ('27 )
2-1 Stefan Alexander Ljubicic ('31 )
3-1 Axel Ingi Jóhannesson ('34 , sjálfsmark)
3-2 Eiður Orri Ragnarsson ('58 )
4-2 Bergvin Fannar Helgason ('72 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner