Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 20:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Magassa til West Ham (Staðfest) - „Ekki erfitt að segja já"
Mynd: West Ham
Soungoutou Magassa er genginn til liðs við West Ham frá Mónakó. Kaupverðið er rúmlelga 17 milljónir punda.

Magassa er varnarsinnaður miðjumaður en hann getur einnig leyst stöðu miðvarðar. Hann er 21 árs gamall og er landsliðsmaður U21 landsliðs Frakklands.

„West Ham er mjög stórt félag með langa sögu á Englandi, með marga aðdáendur og mjög stóran leikvang. Það var ekki erfitt að segja já," sagði Magassa.

West Ham staðfesti kaup á miðjumanninum Mateus Fernandes frá Southampton fyrir 42 milljónir punda í morgun.

„Hann er ungur leikmaður sem hefur náð miklum framförum snemma á feerlinum eins og Mateus Fernandes," sagði Graham Potter, stjóri West Ham.


Athugasemdir
banner