Manchester United hefur samþykkt tilboð Real Betis í brasilíska sóknarmanninn Antony.
Kaupverðið er 25 milljónir punda og þá fær Man Utd 50 prósent af næstu sölu. Atletico Madrid, Leverkusen og Bayern Munchen hafa einnig sýnt honum áhuga.
Kaupverðið er 25 milljónir punda og þá fær Man Utd 50 prósent af næstu sölu. Atletico Madrid, Leverkusen og Bayern Munchen hafa einnig sýnt honum áhuga.
Hann hefur fengið leyfi til að ferðast til Spánar. Það er nú undir Antony og Real Betis komið að komast að samkomulagi um persónuleg kjör.
Antony fór til Betis á lán í janúar og stóð sig mjög vel. Hann spilaði 26 leiki, skoraði níu mörk og lagði upp fimm.
Athugasemdir