Bayern München hefur keypt kólumbíska landsliðsmanninn Luis Díaz frá Liverpool fyrir 65,5 milljónir punda.
Díaz er 28 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Þýskalandsmeistarana. Liverpool hafði hafnað 58,6 milljóna punda tilboði fyrr í þesum mánuði en tók endurbættu boði og gaf Díaz leyfi til að fara í læknisskoðun.
Díaz er 28 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Þýskalandsmeistarana. Liverpool hafði hafnað 58,6 milljóna punda tilboði fyrr í þesum mánuði en tók endurbættu boði og gaf Díaz leyfi til að fara í læknisskoðun.
„Ég er virkilega ánægður. Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að vera hluti af FC Bayern. Þetta er eitt stærsta félag heims," segir Díaz sem mun vera númer 14. „Mitt markmið er að vinna allt sem hægt er að vinna með þessu félagi."
Díaz kom til Liverpool frá Porto í janúar 2022 og skoraði 41 mark í 148 leikjum á tíma sínum á Anfield. Hann vann FA-bikarinn og deildabikarinn á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Á síðasta tímabili skoraði hann 17 mörk í öllum keppnum þegar Liverpool vann enska meistaratitilinn.
????????????????????????????????????????, ???????????????????????? ???????????? #ServusLuis pic.twitter.com/4btABjHK04
— FC Bayern München (@FCBayern) July 30, 2025
Luis Diaz has completed a permanent transfer to Bayern Munich after three-and-a-half years with the Reds.
— Liverpool FC (@LFC) July 30, 2025
Everybody at Liverpool FC thanks Luis for all of his contributions during his time at the club and wishes him the best for the future.
Athugasemdir