Fulham vann bikar- og deildarmeistara Al Ittihad, 4-2, í æfingaleik í kvöld.
Harry Wilson, Emile Smith Rowe, Josh King og Jorge Cuenca skoruðu öll mörk Fulham í fyrri hálfleik.
Wilson skoraði með laglegu utanfótarskoti fyrir utan teig áður en Smith Rowe gerði annað markið með stórkostlegri vippu úr teignum.
King bætti við þriðja markinu á 39. mínútu eftir laglega fyrirgjöf áður en Cuenca gerði fjórða og síðasta markið eftir hornspyrnu.
Al Ittihad, sem var besta lið Sádi-Arabíu á síðasta tímabili, náði að klóra í bakkann með tveimur mörkum frá Karim Benzema í síðari hálfleiknum og þar við sat.
Frábært mark Smith Rowe fylgir fréttinni en það má sjá hér fyrir neðan.
The audacity. ????????? pic.twitter.com/4fn9QjslFz
— Fulham Football Club (@FulhamFC) July 30, 2025
Athugasemdir