Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   mið 30. júlí 2025 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Skoruðu fjögur mörk á fjörutíu mínútum gegn bikar- og deildarmeisturum Sádi Arabíu
Smith Rowe skoraði glæsilegt vippumark
Smith Rowe skoraði glæsilegt vippumark
Mynd: EPA
Fulham vann bikar- og deildarmeistara Al Ittihad, 4-2, í æfingaleik í kvöld.

Harry Wilson, Emile Smith Rowe, Josh King og Jorge Cuenca skoruðu öll mörk Fulham í fyrri hálfleik.

Wilson skoraði með laglegu utanfótarskoti fyrir utan teig áður en Smith Rowe gerði annað markið með stórkostlegri vippu úr teignum.

King bætti við þriðja markinu á 39. mínútu eftir laglega fyrirgjöf áður en Cuenca gerði fjórða og síðasta markið eftir hornspyrnu.

Al Ittihad, sem var besta lið Sádi-Arabíu á síðasta tímabili, náði að klóra í bakkann með tveimur mörkum frá Karim Benzema í síðari hálfleiknum og þar við sat.

Frábært mark Smith Rowe fylgir fréttinni en það má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner