„Ég var náttúrulega bara hluti af geggjuðu liði," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði og miðjumaður Fylkis, um það að vera besti leikmaður Inkasso-deildarinnar í sumar.
Hann var útnefndur besti leikmaður deildarinnar af fyrirliðum og þjálfurum í deildinni. Hann var öflugur á miðjunni hjá Fylki sem fór beint upp í Pepsi-deildina eftir stutta dvöl í Inkasso-deildinni.
Hann var útnefndur besti leikmaður deildarinnar af fyrirliðum og þjálfurum í deildinni. Hann var öflugur á miðjunni hjá Fylki sem fór beint upp í Pepsi-deildina eftir stutta dvöl í Inkasso-deildinni.
„Ég er eins og biluð plata, ég hef sagt það áður að það sem gerði þetta tímabil að því sem þetta tímabil varð voru ungu gaurarnir í þessu liði og það er staðreynd."
„Þetta eru mennirnir sem komu okkur upp," sagði Ásgeir sem var síðan spurður að því hvort ungu strákarnir myndu hafa hlutverk í Pepsi-deildinni á næsta tímabili. „100%," sagði hann við því.
„Ekki mörg lið sem hringja í Ásgeir Börk"
Kom það aldrei til greina að skipta um lið þegar Fylkir féll úr Pepsi-deildinni síðasta sumar.
„Ég er nú bara þannig leikmaður að það eru ekki mörg lið sem hringja í Ásgeir Börk og spyrja hvort ég vilji koma yfir, þannig að nei, það var ekkert annað í hausnum á mér en að hreinsa upp eftir mig. Ég var hluti af liði sem átti ekki gott mót og það var ótrúlega auðvelt fyrir mig að hugsa 'þetta er klúbburinn sem ég hef verið hjá síðan ég var sex, sjö ára gamall og ef ég fer núna þá segir það ýmislegt um minn karakter', og ég hélt bara áfram," sagði hann.
Hann segir að það hafi ekki verið erfitt að fyrir sjálfan sig, fyrrum atvinnumann, að spila í Inkasso-deildinni.
„Ég heyrði það fyrr í vetur að það var einhver sparkspekingur sem heitir X sem sagði 'hvernig verður það fyrir gaur eins og Albert Brynjar (Ingason) að mæta á Gróttuvöllinn?' en ég við erum að spila á Íslandi. Við erum ekki að fara úr 25 þúsund manns í þúsund manns, við erum að fara úr 1200 manns í 300 eða 400, það skiptir engu máli. Ef þú vilt þetta nógu mikið þá gerirðu það sem þú þarft að gera og við gerðum það í sumar, það var þannig hjá okkur."
„Ég get eiginlega ekki lýst því"
Fylkir tók að lokum titilinn í Inkasso-deildinni eftir harða baráttu við Keflvíkinga. Úrslitin réðust í lokaumferðinni.
„Að vinna titil með uppeldisfélaginu er eitthvað það allra fallegasta, ég get eiginlega ekki lýst því."
„Hvort sem það sé Inkasso eða Pepsi, eða hvað þetta heitir, að vinna titil með uppeldisfélaginu er eitthvað allra fallegasta tilfinning sem ég hef upplifað á ævi minni. Ég á auðvitað ekki barn," sagði Ásgeir léttur undir lok viðtalsins.
Sjá einnig:
Lið ársins og bestu menn í Inkasso-deildinni 2017
Hér að ofan má sjá þetta heiðarlega viðtal.
Athugasemdir