David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   mið 30. október 2024 12:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir Íslendingar á reynslu í aðdraganda mikilvægs leiks
Jónatan vinstra megin (séð frá lesanda) og Freysteinn hægra megin.
Jónatan vinstra megin (séð frá lesanda) og Freysteinn hægra megin.
Mynd: Norrköping
Tveir Íslendingar æfa þessa dagana með aðalliði Norrköping í aðdraganda leiks liðsins gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni.

Um er að ræða Njarðvíkinginn Freystein Inga Guðnason og Fjölnismanninn Jónatan Guðna Arnarsson. Báðir eru þeir fæddir árið 2007 og léku vel í Lengjudeildinni í sumar. Þeir eiga báðir leiki með yngri landsliðunum.

Tony Martinsson, íþróttastjóri Norrköping, segir að þeir æfi með aðalliðinu á þriðjudag og miðvikudag og einnig með akademíunni í vikunni.

Leikurinn gegn AIK er síðasti heimaleikur Norrköping á tímabilinu. Norrköping er í 11. sæti, fjórum stigum og þremur sætum fyrir ofan fallumspilssæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Arnór Ingvi Traustason er næstmarkahæsti leikmaður Norrköping á tímabilinu og Ísak Andri Sigurgeirsson er einnig í leikmannahópnum. Ísak hefur glímt við meiðsli sem héldu honum frá vellinum í leikjum U21 landsliðsins fyrr í þessum mánuði en var á bekknum í síðasta leik sænska liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner