Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. nóvember 2019 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
England: Newcastle tók stig af Man City
Mynd: Getty Images
Newcastle 2 - 2 Manchester City
0-1 Raheem Sterling ('22)
1-1 Jetro Willems ('25)
1-2 Kevin De Bruyne ('82)
2-2 Jonjo Shelvey ('88)

Englandsmeistarar Manchester City töpuðu stigum í dag er þeir heimsóttu lærisveina Steve Bruce til Newcastle.

Raheem Sterling gerði fyrsta mark leiksins eftir stórkostlegt samspil við David Silva en bakvörðurinn Jetro Willems jafnaði skömmu síðar eftir gott samspil við Miguel Almiron.

Gestirnir frá Manchester sóttu í sig veðrið en heimamenn vörðust vel. Það var á 82. mínútu sem Kevin De Bruyne gerði stórkostlegt mark með skoti fyrir utan teig. Hann smellhitti boltann sem var skoppandi og skaut í slánna og inn.

Leikurinn virtist vera búinn en Jonjo Shelvey jafnaði skömmu síðar með góðu skoti utan teigs eftir stutta aukaspyrnu Christian Atsu.

Þetta eru herfilegar fregnir fyrir Englandsmeistarana sem eru núna átta stigum eftir Liverpool, og á toppliðið leik til góða á heimavelli gegn Brighton.

Newcastle er í neðri hlutanum með 16 stig eftir 14 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner