Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   lau 30. nóvember 2024 18:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Það rignir inn mörkunum í Lundúnaslagnum - „Hvað erum við að horfa á?"
Mynd: EPA

Julen Lopetegui stjóri West Ham er undir mikilli pressu en liðið er með Arsenal í heimsókn sem stendur.

Lopetegui er í banni og situr því í stúkunni í dag en hann sá sína menn í miklu basli í upphafi leiks.

Gabriel, Leandro Trossarad og Martin Ödegaard skoruðu sitt markið hvor og komu Arsenal í 3-0. Kai Havertz skoraði svo fjórða markið en West Ham gafst ekki upp. Aaron Wan-Bissaka skoraði sitt annað mark á tímabilinu og tveimur mínútum síðar minnkaði Emerson muninn enn frekar með glæsilegu marki.


Bukayo Saka stöðvaði blæðinguna undir lok fyrri hálfleiks þegar hann skoraði úr vítaspyrnu en mark Ödegaard var einnig úr vítaspyrnu. Saka hefur einnig lagt upp tvö mörk í dag og fiskaði vítið sem Ödegaard skoraði úr.

„Hvað erum við að horfa á? West Ham virtist vera farið þegar ARsenal skoraði fjórða markið en þetta hefur algjörlega snúist við og munurinn hefur minnkað um helming. Ótrúlegt," sagði Nick Wright hjá Sky Sports eftir annað mark West Ham.


Athugasemdir
banner
banner