Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
banner
   lau 30. nóvember 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Van Nistelrooy: Spenntur og stoltur
Mynd: Getty Images
„Ég er spenntur og stoltur. Allir þeir sem ég hef talað við um Leicester eru áhugasamir,“ sagði Ruud van Nistelrooy eftir að hafa gert þriggja ára samning við Leicester, en hann tekur við liðinu eftir leikinn gegn Brentford í dag.

Van Nistelrooy tekur við liðinu af Steve Cooper sem var látinn fara síðasta sunnudag.

Leicester komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina með því að vinna B-deildina á síðasta tímabili.

Þegar tólf umferðir eru búnar situr liðið einu stigi fyrir ofan fallsæti, en félagið vonast til þess að Van Nistelrooy geti snúið gengi liðsins við.

„Þeir eru með frábærar sögur um gæði fólksins sem vinnur fyrir félagið, stuðningsmennina og þá er auðvitað nýleg saga félagsins mjög tilkomumikil. Ég er spenntur að byrja og geta kynnst öllum hjá félaginu, og gefið allt sem ég get gefið til félagsins,“ sagði Hollendingurinn.

Hann verður í stúkunni er Leicester mætir Brentford í dag en Ben Dawson mun stýra liðinu í þessum eina leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner