Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
banner
   fös 29. nóvember 2024 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Van Nistelrooy tekinn við Leicester (Staðfest)
Mynd: Leicester City
Hollenski þjálfarinn Ruud van Nistelrooy var í dag ráðinn nýr stjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Leicester City.

Leicester lét Steve Cooper taka poka sinn eftir slakan árangur á tímabilinu og hóf síðan viðræður við Van Nistelrooy aðeins nokkrum dögum síðar. Viðræðurnar voru stuttar og náðist samkomulag sem var síðan staðfest í kvöld.

Van Nistelrooy skrifaði undir þriggja ára samning í dag og tekur formlega við liðinu eftir leikinn gegn Brentford á morgun. Ben Dawson mun stýra liðinu í þessum eina leik.

Hann náði góðum árangri sem bráðabirgðastjóri Manchester United fyrr í þessum mánuði og í lok síðasta, en hann vann þrjá leiki og gerði eitt jafnefli áður en hann lét af störfum.

Áður gerði hann PSV Eindhoven að hollenskum bikarmeistara og vann einnig Johan Cruijff-skjöldinn eftirsótta.

Van Nistelrooy fær það erfiða hlutverk að reyna halda Leicester upp í úrvalsdeildinni en liðið er nú í 16. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti.


Athugasemdir
banner