Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mán 30. desember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíminn að renna út fyrir Man City með enn einn efnilega leikmanninn
Hinn efnilegi James McAtee er hugsanlega á förum frá Manchester City og gæti þannig bæst í hóp ungra leikmanna sem hafa yfirgefið Englandsmeistarana og blómstrað annars staðar.

Bayer Leverkusen er sagður líklegasti áfangastaður hans og eru þýsku meistararnir sagðir hugsa hann sem góðan kost ef Florian Wirtz fer annað.

McAtee er 22 ára gamall og leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður að upplagi en getur einnig leikið úti á hægri kanti.

McAtee gerði flotta hluti á láni hjá Sheffield United síðustu tvær leiktíðir en hefur ekki fengið mikinn spiltíma undir stjórn Pep Guardiola á tímabilinu. McAtee hefur fengið 333 mínútur með City og skorað eitt mark.

Samningur hans rennur út eftir 18 mánuði og eru mörg félög að fylgjast með stöðu mála hjá honum.

Samkvæmt Daily Mail er Bayer Leverkusen með hann ofarlega á óskalista sínum en Red Bull Leipzig, Borussia Dortmund, Bologna og Fiorentina eru einnig áhugasöm. Þá eru félög í ensku úrvalsdeildinni líka með hann á óskalistanum; Nottingham Forest, West Ham, Brentford og Crystal Palace meðal annars.

„Pep Guardiola veit hvað þessi ungi leikmaður getur náð langt. Hann er úr sama hópi og framleiddi Cole Palmer, Romeo Lavia og Morgan Rogers. Guardiola veit að hann getur orðið enn hæfileikaríkari en þeir," segir í grein Daily Mail.

Þessir þrír leikmenn sem eru nefndir hér að ofan hafa allir farið frá City og fundið sig á öðrum stöðum. McAtee var fyrirliði þessarar kynslóðar og tíminn fyrir City er að renna út með hann.

McAtee er mikilvægur hlekkur í U21 landsliði Englendinga en hann á í heildina tíu mörk í 24 leikjum fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir
banner
banner