Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. desember 2025 19:46
Ívan Guðjón Baldursson
Breki keyptur til Keflavíkur (Staðfest)
Mynd: Keflavík
Þorlákur Breki Baxter er genginn til liðs við Keflavík og gerir hann fjögurra ára samning við félagið.

Breki er afar fjölhæfur leikmaður sem gengur til liðs við Keflavík eftir að hafa leikið með Selfossi, ÍBV og Stjörnunni síðustu tvö ár. Þar áður var hann hjá Lecce á Ítalíu tímabilið 2023-24.

   13.12.2025 18:10
Breki velur á milli Keflavíkur og ÍBV


Hann er uppalinn hjá Hetti á Egilsstöðum og á Selfossi. Hann lék 23 af 27 leikjum ÍBV í Bestu deildinni á árinu og reynir nú fyrir sér með nýliðunum frá Keflavík.

Breki er 20 ára gamall og lék 5 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af einn fyrir U19 liðið.



Athugasemdir
banner