Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 31. janúar 2020 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Panagiotis Retsos í Sheffield United (Staðfest)
Sheffield United, spútniklið ensku úrvalsdeildarinnar, hefur styrkt sig enn frekar á þessum gluggadegi. Gríski varnarmaðurinn Panagiotis Retsos var að skrifa undir hjá félaginu á láni út tímabilið.

Retsos kemur frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Hann er 21 árs gamall.

Hann hefur á þessu tímabili komið við sögu í sex leikjum hjá Bayer Leverkusen í öllum keppnum. Meiðsli hafa verið að stríða honum.

Chris Wilder, stjóri Sheffield United, talaði um það í gær að hann vildi landa þremur leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokaði. Honum tókst að fá þá þrjá leikmenn; Retsos, Sander Berge og Richairo Zivkovic.

Sheffield United er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner