Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. mars 2021 20:40
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Birkir bestur
Icelandair
Birkir Már Sævarsson fagnar marki sínu í kvöld.
Birkir Már Sævarsson fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson í baráttunni.
Aron Einar Gunnarsson í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland sigraði Liechtenstein 4-1 í undankeppni HM í kvöld. Íslenska liðið hafði mikla yfirburði í leiknum.

Hér að neðan má sjá einkunnir Fótbolta.net.



Rúnar Alex Rúnarsson 4
Hafði nánast ekkert að gera í leiknum fyrir utan markið sem hann fékk á sig beint úr hornspyrnu.

Birkir Már Sævarsson 7
Elskar að skora gegn Liechtenstein! Tvö af þremur landsliðsmörkum hans gegn þeim.

Hjörtur Hermansson 7
Traustur í vörninni en hefði átt að skora úr algjöru dauðafæri í síðari hálfleik.

Sverrir Ingi Ingason 7
Þriðji leikurinn á viku. Fín frammistaða en hefur oft haft meira að gera.

Hörður Björgvin Magnússon 7
Átti nokkrar fínar fyrirgjafir, meðal annars á Birki í fyrsta markinu. Bakvörður á bakvörð.

Aron Einar Gunnarsson 7 (46)
Spilaði fyrri hálfleikinn og gerði það vel. Fékk meira hlutverk í sóknarleiknum og átti þátt í öðru markinu.

Guðlaugur Victor Pálsson 7
Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.

Birkir Bjarnason 8 (72) - Maður leiksins
Skoraði mark eftir gott hlaup á teiginn. Var ógnandi í hlaupunum og náði að njóta sín vel í sóknarleiknum.

Jóhann Berg Guðmundsson 6 (63)
Hefur oft látið meira að sér kveða.

Arnór Ingvi Traustason 8 (81)
Lagði upp annað markið fyrir Birki og var sífellt ógnandi.

Sveinn Aron Guðjohnsen 5
Fékk tækifærið í byrjunarliðinu en náði ekki að stimpla sig almennilega inn.

Varamenn

Rúnar Már Sigurjónsson (46) 7
Tók stöðu Arons í hálfleik. Fiskaði vítaspyrnu og skoraði úr henni sjálfur.

Arnór Sigurðsson (63) 6
Ágætis innkoma.

Hólmert Aron Friðjónsson (63) 6
Kom sér í tvö færi undir lok leiks en náði ekki að komast á blað. Í öðru tilfellinu var dæmd hendi á hann.

Jón Dagur Þorsteinsson (72)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Ísak Bergmann Jóhannesson (81)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner