Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 31. mars 2024 15:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp eftir 300. sigurinn: Besti leikurinn á móti De Zerbi
Jurgen Klopp hefur átt í erfiðleikum gegn De Zerbi
Jurgen Klopp hefur átt í erfiðleikum gegn De Zerbi
Mynd: EPA

Jurgen Klopp vann 300. leik sinn sem stjóri Liverpool í dag þegar liðið lagði Brighton og komst á toppinn í úrvalsdeildinni.


Brighton komst yfir snemma leiks með góðu marki frá Danny Welbeck en mörk frá Luis Diaz og Mohamed Salah sáu til þess að Liverpool vann.

Þetta var aðeins í annað sinn í síðustu tíu leikjum gegn Brighton sem Liverpool vinnur.

„Ég hefði endilega viljað sleppa því að lenda 1-0 undir, ég hefði viljað vera fjögur eða fimm núll yfir en þetta var besta spilamennskan okkar gegn Brighton undir stjórn De Zerbi," sagði Klopp.

„Við vorum snjallir, við vorum í vandræðum varnarlega en það hafa verið leikir gegn Brighton þar sem við vorum ekki nálægt en nú vorum við rólegir. Þetta var í fyrsta sinn af síðustu tíu, höldum þessu áfram."


Athugasemdir
banner
banner
banner