Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
banner
   mið 31. maí 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Milan vill kaupa Loftus-Cheek
Mynd: EPA

AC Milan er sagt vera í viðræðum við Chelsea um kaup á miðjumanninum Ruben Loftus-Cheek.


Hann á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea en hefur möguleika á að framlengja um eitt ár.

Hann var í byrjunarliðinu í síðasta leiknum á tímablinu gegn Newcastle. Hann var tekinn af velli og virtist þá vera kveðja stuðningsmenn liðsins.

Sky á Ítalíu greyndi frá áhuga Milan en félagið er talið hóflega bjartsýnt á að næla í enska miðjumanninn. Ítalska félagið nældi í miðvörðinn Fikayo Tomori frá Chelsea í janúar 2021.


Athugasemdir
banner